Þótt ég viti ýmislegt um lífið á Íslandi á 19. öld hafði ég aldrei spáð í hvernig fólk raunverulega lifði. Ekki bara hvernig það heyjaði og hvernig það bjó heldur hvað það hugsaði, hvaða drauma það hafði og hversu raunhæfir þeir draumar voru.
Söguhetjuna dreymir um að fara í skóla, lesa bækur og verða skáld. Bækur eru fágætur munaður og ein sögupersónan lætur lífið vegna ástar sinnar á Paradísarmissi Miltons.
Lífið var erfitt og, í augum nútímamanneskju, óskiljanlegt að fólk hafi yfir höfuð getað lifað af. Hrikalega fallega skrifað meistaraverk sem nísti hjarta mitt.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.