1. Huganafn:
Tikkatuq
2. Aldur:
19 ára
3. Kyn:
Kvenkyns
4. Atvinna/Nám:
Menntaskólanemi á málabraut
5. Fjöldi stiga á /bækur:
42
6. Hvers konar bækur lestu helst?
Fantasíu- og ævintýrabækur, sögulegar skáldsögur og klassískar bókmenntir. Ég er samt mjög opin fyrir öllum tegundum bóka.
7. Uppáhaldsbók/bækur:
Uppáhaldsbókin mín er Harry Potter and the Order of the Phoenix. Í næstu sex sæti raðast svo hinar Harry Potter bækurnar. Svo held ég einnig mjög mikið upp á Kapalgátuna eftir Jostein Gaarder, Pride & Prejudice eftir Jane Austen og margar fleiri.
8. Uppáhaldshöfundur:
J.K. Rowling er klárlega uppáhaldshöfundurinn minn. Á hæla hennar fylgja Tove Jansson, Jostein Gaarder, Michelle Paver og Lene Kaaberbøl. Uppáhalds íslenski höfundurinn minn er Vilborg Davíðsdóttir.
9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
Oftast er ég með margar bækur í gangi í einu, en í augnablikinu er ég bara að lesa tvær. Fyrir skólann er ég að lesa Sögu listarinnar eftir Gombrich og mér til skemmtunar er ég að lesa Harry Potter and the Order of the Phoenix.
10. Hvað lastu síðast?
Ég er svo heppin að vera alltaf að lesa skemmtilegar og áhugaverðar bækur fyrir skólann þessa dagana. Ég er nýbúin að lesa Eyjubækur Sigrúnar Eldjárn fyrir barnabókaáfangann, Síðustu daga Sókratesar eftir Platon fyrir heimspeki og The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde fyrir ensku.
11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
Galdur eftir Vilborgu Davíðsdóttur, sem er bara fyrsta bókin í stórum bunka bóka sem bíða eftir að ég lesi þær. Of margar bækur, of lítill tími!
12. Kaupirðu þér oft bækur?
Nei, ekki get ég sagt það. Ég kaupi mér bara bækur ef ég hef lesið þær og veit að ég mun lesa þær aftur eða ef þær eru eftir höfund sem ég held upp á. Ég fer alltaf á bókamarkaðinn í Perlunni en fer oftast tómhent þaðan út upp á síðkastið, ég er orðin svo vandlát á bækurnar sem ég kaupi. En ég kaupi auðvitað skólabækur (og tími oft ekki að selja þær aftur).
13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Um það bil 3-5.
14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?
Já! Bókasöfn eru snilldaruppfinning. Ég er svo heppin að eitt slíkt er í fimm mínútna göngufjarlægð frá heimili mínu, þannig að ég fer þangað oft. Ef ekki til að taka bækur, þá tónlist eða kvikmyndir. Það er hægt að finna svo margt á bókasöfnum. Stundum finnur maður meira að segja eitthvað skemmtilegt milli síðanna á bókunum. Gamla innkaupalista, falleg bókamerki eða jafnvel karton af frímerkjum (það kom sér vel).