1. Huganafn:
Stjarna4

2. Aldur:
21 árs

3. Kyn:
Kvenkyns

4. Atvinna/Nám:
Er í Háskóla í bókmenntafræði :)

5. Fjöldi stiga á /bækur:
Bara 14! Þetta er skammarlegt…ég mun bæta þetta :)

6. Hvers konar bækur lestu helst?
Í raun allar tegundir af skáldsögum. Ég er hrifin af svo mörgu…mér finnst líka rosalega gaman að lesa leikrit.

7. Uppáhaldsbók/bækur:
Ég veit að þetta er rosalega týpískt svar en ég verð að segja Harry Potter serían. Það er bara eitthvað við þessar bækur…þær ná allveg tökum á manni og maður heillast svo af þessum heimi og tengist persónunum sterkum böndum.

8. Uppáhaldshöfundur:
Af því að ég dýrka Harry Potter svona mikið þá er J.K. Rowling efst. Finnst hún líka æðisleg manneskja ef marka má viðtöl við hana og heimildarþátt sem ég sá um hana.
Af íslenskum höfundum finnst mér Jón Kalman Stefánsson og Steinunn Sigurðardóttir mjög góðir höfundar. Erfitt að velja samt einhvern einn, ég vel bækurnar eftir því hvernig mér líst á þær, algjörlega óháð því hver skrifar þær. Ég einblíni ekkert rosalega á höfundinn :)
Ég verð síðan líka að nefna William Shakespeare, þó hann sé leikritahöfundur!

9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
Núna er ég að lesa Vegurinn eftir Cormac McCarthy. Mjög svo drungleg bók! Ekki sú besta fyrir svefninn…en rosalega vel skrifuð :)

Hvað lastu síðast?
Það var sennilega Góði elskhuginn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Frábær bók allveg hreint!

11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
Hreinsun eftir Sofi Oksanen er næst! Svo er skólinn að fara að byrja og ég þarf að lesa helling fyrir hann…en mig langar alltaf svo til að fara í gegnum allar Harry Potter bækurnar. Svo langar mig líka til þess að lesa allar bækurnar af Ísfólkinu. Er bara búin að lesa fyrstu sex bækurnar eða svo. Ég þyrfti samt að byrja aftur á bók eitt því það er svo langt síðan ég byrjaði að lesa þær :)

12. Kaupirðu þér oft bækur?
Nei, ég kaupi mér eiginlega aldrei bækur, nota frekar bókasöfnin.

13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Það er rooosalega mismunandi! Á veturna les ég svo mikið fyrir skólan að ég hef lítin tíma til að lesa eitthvað annað. Ég get eiginlega ekki svarað þessu því það er svo rosalega mismunandi.

14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?
Já ég geri það…mér líður mjög vel á bókasöfnum :)
An eye for an eye makes the whole world blind