Hefurðu lesið A Man Without a Country eftir Kurt Vonnegut?

Algjör perla sem ég rak augun í á bókasafninu. Ef þið komist í hana einhversstaðar mæli ég með henni.

I wanted all
things to seem to
make some sense,
so we could all be
happy, yes, instead
of tense. And I
made up lies, so
they all fit nice,
and I made this
sad world a
paradise

(Vonnegut: 2006, bls. 6)


Stutt minningarbrot úr þankabanka rithöfundarins Kurt Vonnegut sem marga fjöruna hefur sopið. Hann fjallar um upplifun sína af síðari heimstyrjöldinni, áhyggjur sínar af umhverfismálum, strögglið við að vera listamaður og hvaðeina sem honum dettur í hug, oft með kaldhæðnina að vopni.

Nett bók með gullmolum á hverri síðu. Fer stundum út í raus en alltaf er stutt í húmorinn og kaldhæðnina svo að það gerir ekkert til.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.