Eitt kvöld mánuði áður en Quentin “Q” Jacobsen á að útskrifast úr menntaskóla skríður Margo Roth Spiegelman, stelpan úr næsta húsi sem hann hefur verið ástfangin af frá barnæsku, inn um gluggan hans. Hún biður hann um að hjálpa sér að hefna sín á vinum hennar. Q, sem er frekar hlædrægur strákur, skilur ekki hvað vinsælasta og fallegasta stelpan í skólanum sé að gera inni í herberginu hans en auðvitað getur hann ekki neitað. Á eftir fylgdi mesta ævintýri lífs hans. Þau komu upp um kærasta og bestu vinkonu hennar að halda framhjá, brjótast inn í SeaWorld og raka augnabrúnirnar af óvini hennar svo eitthvað sé nefnt. Q heldur að þetta kvöld eigi eftir að breyta lífi hans.
En daginn eftir hefur Margo Roth Spiegelman horfið sporlaust. Þegar hún kemur ekki aftur heim eftir nokkra daga fer hann að hafa áhyggjur af henni og byrjar óþreytandi leit af henni.
Þetta er frumlega skrifuð þroskasaga sem hefur fengið mörg verðlaun í unglingabókmenntaflokknum og á aðdáendur um allan heim.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."