Bókmennta- og kartöflubökufélagið (e. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society) er fyrsta og eina bók Mary Ann Shaffer. Shaffer lést áður en hún lauk við bókina en að beiðni hennar lauk frænka Shaffer, Annie Barrows, við bókina.
Bókin er skrifuð í formi bréfa og gerist árið 1946. Juliet Ashton er ungur rithöfundur í leit að efni í bók þegar hún fær bréf frá ókunnugum manni. Maðurinn er enginn annar en formaður Bókmennta- og kartöflubökufélagsins í Guernsey og hefur fyrir tilviljun eignast bók sem áður var í eigu Juliet. Forvitni Juliet á þessu félagi er vakin og hún ákveður að kynnast fleiri meðlimum félagsins. Hún endar á því að kynnast ekki aðeins fólkinu, heldur lífinu, ástinni og sorgunum á eyjunni Guernsey, sem er undir þýsku hervaldi, og finnur einnig vináttu sem á engan sinn líka.