Þrettánda sagan, er út kom 2006, er fyrsta bók höfundarins Diane Setterfiled.
Bókin er skáldsaga, skrifuð í gotneskum og fremur myrkum stíl. Hún er innblásin af bókum á borð við Jane Eyre eftir Charlotte Brontë og Fýkur yfir hæðir (e. Wuthering Heights) eftir Emily Brontë.
Margaret Lea er ungur og óreyndur ævisöguritari. Einn daginn hefur frægur rithöfundur, Vida Winter, samband við hana, og vill að hún skrifi ævisögu sína. Vida Winter er leyndardómsfull kona. Árum saman hafa ýmsir reynt að grafa upp fortíð hennar en engum hefur gengið. Leyndardómarnir sem koma úr kafinu eru margir og ógeðfelldir og jafnhliða því að kynnast sögu Vidu tekst Margaret á við sín eigin fjölskylduleyndarmál.