
Fyrri hlutinn fjallar um almenna hugsunarhætti og raunveruleika þess og hvernig raunsýni veldur óreiðu og brenglun þegar hún er í raun notuð að einhverju viti.
Seinni hlutinn er myrkari og fjallar um virkjanir og álver og aðra umhverfisþætti landsins, dapurlegur hluti sem að gerir ómögulegt fyrir mann að setja sig í annan hvorn hópinn án þess að virðast hálfviti. Sá hluti var kvikmyndaður.
Bókin hrífur mann með sér strax frá fyrstu síðu en missir mann þegar komið er út í jarðbundna seinni hlutann, sem þjónar tilgangi sem heimildasafn frekar en skemmtilesning.