Frábær bók, sem tekur á öllu er viðkemur íslensku samfélagi. Höfundurinn tekur þennan “raunverulega raunveruleika” og gerir hann enn þá raunverulegri eftir uppskriftum sem að fólk hefur sjálft búið til í kringum hann. Undir lokin er hinn þröngi raunveruleiki er leitað var að í upphafi orðinn brengluð súrrelísk klikkun.
Fyrri hlutinn fjallar um almenna hugsunarhætti og raunveruleika þess og hvernig raunsýni veldur óreiðu og brenglun þegar hún er í raun notuð að einhverju viti.
Seinni hlutinn er myrkari og fjallar um virkjanir og álver og aðra umhverfisþætti landsins, dapurlegur hluti sem að gerir ómögulegt fyrir mann að setja sig í annan hvorn hópinn án þess að virðast hálfviti. Sá hluti var kvikmyndaður.
Bókin hrífur mann með sér strax frá fyrstu síðu en missir mann þegar komið er út í jarðbundna seinni hlutann, sem þjónar tilgangi sem heimildasafn frekar en skemmtilesning.