Bókaormur mánaðarins - apríl Huganafn:
Sapien (fyrrverandi Duskur1, KlariUlfur og Einraedisherra)


Aldur:
15 ára


Kyn:
Karlkyns


Atvinna/Nám:
Grunn- og framhaldsskólanám


Fjöldi stiga á /bækur:
46


Hvers konar bækur lestu helst?

Skáldskap á borð við Tolkien, Nix eða Paolini en glugga af og til í ´´menningarlegri‘‘ bækur svo sem sagnfræði, heimspeki og önnur fræðirit eða frægar bækur.


Uppáhaldsbók/bækur:

Ég á í mikilli innri baráttu yfir þessu, annað hvort ´´Draumalandið´´ eða ´´Rökkurbýsnir ´´


Uppáhaldshöfundur:

Eoin Colfer var um tíma í miklu uppáhaldi, en líklega er það Christopher Paolini þar eð ég hef aldrei verið óánægður með nein af hans verkum (já öll þrjú)


Hvað ertu að lesa í augnablikinu?

´´Leyndarmálið ´´(The Secret), ´´Draumalandið´´ og ´´Star Wars Darth Maul: Shadow hunter´´


Hvað lastu síðast?

´´The Satanic Verses´´ en gat ekki klárað hana, ég mun bíða með hana í eitt eða tvö ár og sjá hvort að ég hafi þroskast nóg þá til þess að geta lesið hana með réttu hugarfari


Hvað ætlarðu að lesa næst?

´´Abhorsen´´ eftir Garth Nix


Kaupirðu þér oft bækur?

Nei, síðasta bók sem ég keypti var ´´Þegar orð fá vængi´´ sem er samansafn af spakmælum og tilvitnunum. Hún var keypt þann 14. Nóvember 2009.


Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Tvær, ein, fjórar.


Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?

Já, mjög svo.