
Orwell tókst það sem fáum eða engum hafði tekizt hingað til, að skrifa um stjórnmál og þjóðfélagsgerðina af ótrúlegu listfengi og gera þessa stóru myndlíkingu skiljanlega öllum. En bókin fjallar í stuttu máli um kommúnisma en einnig fer mikið fyrir valdagræðgi og stórmennskubrjálæði.
Dýrabær er lesin í nánast öllum framhaldsskólum á Íslandi og er mjög vinsæl meðal ungmenna, ásamt síðustu skáldsögunni sem Orwell skrifaði, framtíðarsýnin og útópían 1984.
Margt í bókinni er mjög frægt, enda er hún yfirhöfuð verulega snjöll. Flestir kannast við það hvernig 7da boðorðið ,,öll dýr eru jöfn“ breyttist skyndilega í ,,öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru jafnari en önnur”
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi hefur þýtt bókina yfir á íslenzku.
En hvað sem öllu öðru líður, þá er þessi bók skyldulesning fyrir alla.
Bókfræðilegar upplýsingar:
Höfundur: George Orwell (eða Eric Arthur Blair 1903-1950)
Titill: Dýrabær
Þýðandi: Jón Sigurðsson Frá Kaldaðarnesi
Útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafélag
Útgáfustaður: Reykjavík
Útgáfuár: 1985
Blaðsíðufjöldi: 145 bls.