George Orwell (Eric Arthur Blair) var orðinn vel kunnur rithöfundur þegar hann hóf að skrifa Dýrabæ, en samt var mjög erfitt að fá bókina útgefna. Eitt af höfuðskáldum enskrar tungu á tuttugustu öld T.S. Eliot skrifaði Orwell langt bréf þar sem hann sagði ekki vera neina þörf fyrir svona bók einsog sakir stæðu. En loksins fengust Secker og Warburg til að gefa hana út í ágúst árið 1945.
Orwell tókst það sem fáum eða engum hafði tekizt hingað til, að skrifa um stjórnmál og þjóðfélagsgerðina af ótrúlegu listfengi og gera þessa stóru myndlíkingu skiljanlega öllum. En bókin fjallar í stuttu máli um kommúnisma en einnig fer mikið fyrir valdagræðgi og stórmennskubrjálæði.
Dýrabær er lesin í nánast öllum framhaldsskólum á Íslandi og er mjög vinsæl meðal ungmenna, ásamt síðustu skáldsögunni sem Orwell skrifaði, framtíðarsýnin og útópían 1984.
Margt í bókinni er mjög frægt, enda er hún yfirhöfuð verulega snjöll. Flestir kannast við það hvernig 7da boðorðið ,,öll dýr eru jöfn“ breyttist skyndilega í ,,öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru jafnari en önnur”
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi hefur þýtt bókina yfir á íslenzku.
En hvað sem öllu öðru líður, þá er þessi bók skyldulesning fyrir alla.
Bókfræðilegar upplýsingar:
Höfundur: George Orwell (eða Eric Arthur Blair 1903-1950)
Titill: Dýrabær
Þýðandi: Jón Sigurðsson Frá Kaldaðarnesi
Útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafélag
Útgáfustaður: Reykjavík
Útgáfuár: 1985
Blaðsíðufjöldi: 145 bls.