Flestir kannast við söguna um Alice (Lísu), sem eltir hvítan héra ofan í holu og lendir svo í furðulegustu ævintýrum neðanjarðar, þar sem furðuverur eru við hvert fótmál. Ef til vill er hjartadrottningin snælduvitlausa flestum minniststæðust? Eða kötturinn sem hvarf þannig að ekkert var eftir nema brosið? Allt um það er sagan hin skemmtilegasta jafnt fyrir fullorðna sem börn, enda afar vel skrifuð. En Carroll var ritfær mjög og því kjörið að þeir sem lesið geta ensku lesi bókina á frummálinu.
““Then again – “before she had this fit –” you never had fits, my dear, I think?” he said to the Queen.
“Never!” said the Queen furiously, throwing an inkstand at the Lizard as she spoke. (The unfortunate little Bill had left off writing on his slate with one finger, as he found it made no mark; but he now hastily began again, using the ink, that was trickling down his face, as long as it lasted.)
“Then the words don’t fit you,” said the King, looking round the court with a smile.” (bls. 145).
Bókfræðilegar upplýsingar:
Höfundur: Lewis Carroll (1832-1898)
Titill: Alice’s Adventures in Wonderland
Kom fyrst út: 1865
Útgefandi: Penguin Books
Útgáfustaður: London
Útgáfuár: 1994
Blaðsíðufjöldi: 152 bls.
(gthth)
___________________________________