Kápumynd bókarinnar The Curse of Lono eftir Hunter S. Thompson sem kom úr 1983. Hunter er þekktur fyrir Fear and Loathing in Las Vegas og hans miklu blaða skrif meðal annars í Rolling Stone.
Bókin er myndskreytt af vini hans og samstarfsfélaga Ralph Steadman. Hún fjallar um ferð þeirra tveggja til Hawaii þar sem þeir ætla sér að fjalla um Honolulu Maraþonið. Söguþráðurinn kryddast þó all mikið þegar þeir lenda í öllu mögulegu í Honolulu og Kona þar.
Góður lestur sem ég mæli með. Ekki síður bókinni Fear and Loathing in Las Vegas: A Savage Journey to the Heart of the American Dream. Sérstaklega ef þið hafið ekki séð bíómyndina fyrir.