Var að klára hana, hún er æðisleg. Gat varla lagt hana frá mér. Hún fjallar um 18 ára strák sem heitir Quentin. Hann býr við hliðina á Margo, æskuvinkonu sinni. Þau hafa þó nánast ekkert hist síðan þau voru lítil, því að hún er vinsæl, en hann frekar nördalegur. Margo er fræg fyrir ævintýri sín og uppátæki og Quentin elskar hana úr fjarska. Eina nóttina birtist Margo fyrir utan gluggann hjá Q og dregur hann með sér í ævintýri sín í eina nótt. Morguninn eftir er hún horfin af yfirborði jarðar. En hún skilur eftir vísbendingar handa Quentin…
Þessi bók er full af skemmtilegum karakterum, húmor og pælingum um lífið og tilveruna. Besta bók John Green.