Þú vilt semsagt meina það að Biblían sé æðislega skemmtileg og vel skrifuð?
Þetta var upprunalega spurningin mín. Þú svaraðir játandi.
Nú segiru:
ss. Genesis á ekki að vera afþreyging og mjög varasamt að krydda upp á hana með catchy “chorus” þar sem menn töldu þessa frásögn heilaga.
og
Ég vill enda þetta svar á þeim punkti að ólíkt mörgum öðrum fornritum, þá á ritsafnið ekki að vera auðmeltanlegt eða catchy á neinn hátt. Ef það er það á einhvern hátt, þá er það tilviljun ein. Ritsafnið á að skýra frá fyrirbærinu Guð, sem er hvorki auðmeltanlegt né grípandi fyrir mennskan hug. “Hér reynir á speki” eins og Jóhannes kemur að, í Opinberunarbókinni.
Biblían er greinilega ekki afþreyingarefni og þar af leiðandi alls ekki skemmtileg.
Ég skil það vel hvernig fólk sem kýs að trú á þann guð sem kemur fyrir í Biblíunni gætu fengið heilmikið út úr henni.
En þú hlýtur að átta þig á því að fyrir fólk sem trúir á aðra guði eða bara enga guði yfir höfuð þá er þetta bara 1200 bls. svefntafla. Sögurnar hafa enga merkingu fyrir þá einstaklinga, enda er fátt sem þeir geta gripið úr bókinna, hvort sem það er andleg “sjálfsfróun” (ekki illa meint :) ) eða afþreying.
Ég er ekki að reyna vera ultra harður trúleysingi þegar ég segji að Biblían er leiðinleg. Ég bara einfaldlega fæ ekkert út úr henni.