Í fyrsta skipti þegar ég las þessa bók fékk ég hana lánaða hjá vinkonu minni. Núna er þetta uppáhalds bókin mín. Þegar ég kom heim byrjaði ég að les hana og ég GRENJAÐI af hlátri.
(þetta stendur aftan á bókinni)
“Það verður allt vitlaust þegar Herdmansystkinin eru annars vegar, í skólanum, þvottahúsi bæjarins, slökkvistöðinni, pósthúsinu og út um allt. Þau eru sex talsins, eitt í hverjum bekk í skólanum, ógnvaldar skólans og bæjarins í heild. Uppátæki þeirra hafa ávallt skelfilegar afleiðingar en sjálf sleppa þau alltaf á einhvern undraverðan hátt og þegar upp er staðið er eiginlega ekki hægt að kenna þeim um neitt.
Fyrsta daginn í skólanum fá börnin það verkefni að hugsa upp hrósyrði um bekkjarsystkini sín. Síðasta daginn draga þau um hverjir eigi að hrósa hverjum. Beth hefur áhyggjur af þessu. Ef hún þyrfti nú að hrósa Imogene Herdman: Hvaða hrósyrði gætu hugsanlega átt við hana?”
Höfundurinn er Barbara Robinson