Ég hef verið að lesa bókaflokk um finnska stelpu sem heitir Raija. Bækurnar eru eftir Bente Pedersen sem einnig er finnsk. Þetta eru bestu bækur og eru eitthvað um 12 talsins held ég en ég er að byrja á þeirri sjöttu.
Þær eru í svipuðum stíl og Ísfólkið og líka svona kilju-bækur. Og svo eru þær yfirleitt á sama stað á bókasöfnum.
Sögurnar um Raiju gerast eitthvað í kringum árið 1700 minnir mig, á Norðurlöndunum eða þ.e.a.s. Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Ég þekki engann sem hefur lesið þær en mér finnst þetta alveg geðveikar bækur og hef verið að hvetja fólk til að lesa þær.
Hafa einhverjir lesið þær??
Endilega segið mér ykkar álit á þeim…