Einnig er ég núna að lesa Dragons of a Lost Star eftir Margaret Weiss og Tracy Hickman, bækur númer eitthvað-mikið í Dragonlance bókaflokknum=) Og var að fá áðan Dragons of a Vanished Moon sem er næsta á eftir!! Verð að fara að herða mig…
Einnig er ég hálfnuð með Wyrd Sisters eftir Terry Pratchett í Discworld bókaflokknum, þarf varla að segja meira!! Það eru snilldarbækur með húmorinn í lagi=) Mæli samt ekki með þeim við þá sem eru ekki góðir í ensku…
Svo er ég að lesa bók nr. 4 í Wheel of Time seríunni… en tók mér smá pásu fyrir hinar bækurnar fyrir ofan=) En fer að halda áfram með hana bráðum!! Þær eru doldið strembnar þessar en þess virði=)
Svo næst á listanum er Eyðimerkurblómið sem ég keypti mér um daginn og verð líklega að lesa=)
Svo ætla ég að lesa Hringadróttinssögu aftur, verð að rifja hana upp fyrir myndina!! Er samt búin að lesa hana 5-6 sinnum… svo er Silmerillinn líka á listanum. Las hana þegar ég var 14 ára, það var doldið strembið… best að lesa hana aftur og skilja hana betur=)
Þá held ég það sé að mestu upptalið…
nema úff, ekki gleyma… Artemis Fowl!! Sem ég gaf systur minni í jólagjöf til að lesa hana sjálf… en gleymdi því svo víst;)
Lesið heil!!!<br><br>Lífið er saltfiskur og nei, það eru ekki seldir hlutir á klósettinu.
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!