Ég skrapp á bókasafnið áðan með nokkrar bækur í hausnum sem mig langaði að lesa en greinilega hafði mörgum öðrum dottið það sama í hug því enginn af þeim var inni :(
Ég aðeins labbaði og skoðaði en fann enga bók sem mig langaði að lesa og var í tímahraki svo ég bara fór bókalaus heim aftur.
Ég las rosalega mikið af bókum þegar ég var yngri og kláraði slatta mikið af rithöfundum og er bara gjörsamlega hugmyndasnauð um fleiri…. Datt einhvern veginn út úr þessu þegar skólinn fór að yfirtaka líf manns, þá einhvern veginn vildi maður frekar láta heilann ganga hægagang yfir sjónvarpi eftir lestur og vinnu allan daginn heldur en að lesa einhverja bók. En núna er heilinn í bókastuði, vonum að það haldist yfir skólaárið og skólabækurnar ;-)
Mér datt svo í hug að koma á þetta áhugamál og reyna að finna einhverjar sniðugar hugmyndir og er eitthvað búin að vera að lesa í gegnum greinarnar hérna og skrifa niður bækur sem gætu verið áhugaverðar en það kom mér rosalega á óvart hve mikið er skrifað hérna um fantasíubækur. Finnst það eiginlega vera meirihlutinn hérna. Ég þekki eiginlega ekkert af fólki sem les þessar bækur svo það kom mér á óvart hve vinsælt þetta er. Ég hef aldrei dottið í neinar svona bækur, allavega ekki sem ég man eftir.
Skrítið að þetta sé ekki sér áhugamál. Sýnist allavega vera nógur áhugi fyrir því. Maður ætti kannski að reyna að kíkja á einhverjar þessar bækur en mér sýnist að þær séu allar á ensku og ekki fáanlegar á bókasöfnum…
En annars vill einhver mæla með góðri bók sem eru til á bókasöfnum ;-)<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Monotype Corsiva“ size=”3">Kv. catgirl</font></