Já, það er alveg rétt að stafrófið hefur breyst hjá Íslendingum síðan <i>Fyrsta málfræðiritgerðin</i> sem svo er nefnd var skrifuð seint á 12. öld. Og stafrófið okkar er allt frá hinu latneska komið. En það út af fyrir sig eru ekki beint latínuslettur, a.m.k. ekki í þeim skilningi að verið sé að taka latnesk orð inn í málið.
Hins vegar kæmi það mér svo sem ekki á óvart ef einhver latnesk orð hefðu komið inn í málið fremur snemma og þess vegna fannst mér það sem þú sagðir fremur áhugavert, þótt ég kannaðist ekki alveg við það. Mörg orð eru líka komin frá grísku í gegnum kristnina (NT var skrifað á forngrísku, ekki hebresku) t.d. “biskup”, “biblía”, “djákni” og “djöfull”, “engill”, “kirkja”, “munkur”, “postuli”, “prestur” “sálmur”, “ölmusa”, “pistill”, “kór” og “klerkur”. Og þessi grísku orð hafa líklega komið fremur snemma enda kristni tekin upp hér strax árið 1000. Og í Snorra-Eddu talar Snorri t.d. um Akkilles og rekur ættir guðanna til Tróju, segir að Þór hafi einnig verið nefndur Trór o.s.frv. Þannig að áhrif klassískrar menningar Evrópu náðu vissulega alla leið hingað og eru í raun réttri samevrópskur menningararfur. Þessi hreina íslenska menning sem við höldum stundum að hafi ávallt verið hér er tálsýn.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________