Það er bara ekki verið að senda mikið inn. Það er staðreynd. En fáum greinum er í raun hafnað, a.m.k. mun færri en eru samþykktar.
Það má benda á að síðan ég varð admin hérna í byrjun ársins hef ég samþykkt 49 greinar eða því sem nemur eina grein á 3.8 daga fresti. Það eru u.þ.b. 7.89 greinar á mánuði (miðað við að 30 dagar séu í mánuði) eða um 1.84 á viku. Aðrir adminar hafa svo samþykkt eitthvað þessu til viðbótar.
Nei, ég sé ekki að tilefni sé til þess að samþykkja meira af því sem sent er inn. Adminar fá sérstök tilmæli um það að samþykkja ekki styttri skrif eða annað sem ekki á heima á greinayfirliti t.d. fyrirspurnir eða tilkynningar. Samt hef ég samþykkt greinar sem mér finnst vera á mörkunum (ég man ekki einu sinni eftir að hafa samþykkt eina einustu grein á þetta áhugamál sem mér fannt vera beinlíns löng).
Kannski eru þetta eðlilegar langtímasveiflur? Fólk er í sumarfríi o.s.frv. Það er kannski eðlilegt að greinum fækki örlítið yfir sumarmánuðina. Ég veit það ekki, enda hef ég enga tölfræði yfir það hversu margar greinar eru sendar inn á allan Huga.is eða einstök áhugamál í hverjum mánuði, alla mánuði ársins. En það kæmi mér satt að segja ekki á óvart. Og eins og ég segi, það þykir mér ekki tilefni til að samþykkja allar tilkynningar eða fyrirspurnir og allt of stutt skrif á greinayfirlitið.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________