Það er auðvitað ekki æskilegt að menn séu að senda inn sömu myndirnar aftur og aftur. Hins vegar er munur á að senda inn mynd sem maður tók ekki sjálfur og grein sem maður skrifaði ekki sjálfur.
Munurinn er sá að allir gera ráð fyrir að maður hafi sjálfur skrifað þær greinar sem maður sendir inn og því er maður að <i>telja öðrum trú</i> um að maður hafi skrifað þann texta sem maður sendir inn þótt maður hafi ekki skrifað hann sjálfur, ef maður segir ekki frá því að textinn sé eftir einhvern annan. Og það heitir ritstuldur að telja öðrum trú um að maður hafi skrifað það sem maður skrifaði ekki.
Hins vegar telur maður ekki öðrum á sama hátt trú um að maður hafi sjálfur tekið þær myndir sem maður sendir inn. Því það vita það bara svo til allir að fólk tekur sjaldnast sjálft þær myndir sem það sendir inn. Segja má að það sé þegjandi samkomulag um að líta svo á að maður sé ekki að eigna sér heiðurinn af þeim myndum sem sendar eru inn. En það er auðvitað bannað að eigna sér mynd sem maður tók ekki, alveg eins og það er bannað að eigna sér texta sem maður skrifaði ekki.
Og annað svipað dæmi eru brandararnir á Brandaraáhugamálinu. Fólk sendir inn brandara sem það samdi ekki sjálft. En samt er það ekki ritstuldur. Það vita það bara einhvern veginn allir að fæstir semja sína eigin brandara og þegar maður segir brandara ætlast maður ekki til að aðrir haldi að maður hafi samið hann sjálfur. Það er þegjandi samkomulag um að líta ekki svo á að maður sé að eigna sér heiðurinn af því að hafa samið brandara sem maður segir þótt maður geti ekki heimilda. Í fyrsta lagi er oft ómögulegt að vita hver samdi einhvern tiltekinn brandara og í öðru lagi getur það skemmt brandarann að útskýra hann of mikið eða segja frá því hvernig hann var saminn, af hverjum, hvers vegna, hvenær, hvar o.s.frv.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________