Af gefnu tilefni langar mig aðeins til þess að ræða um ritstuld. Það er eins og að margir Huganotendur átti sig ekki á því að þeir eru að fremja glæp þegar þeir vitna í verk annarra án þess að geta heimilda. Þetta á ekki bara við um bækur, blaðagreinar, kvikmyndir o.s.frv., heldur um efni á netinu líka.

Það gilda strangar reglur um heimildaskrár og –vitnanir þegar skrifaðar eru ritgerðir. Ég ætla nú ekki að fjalla um þær reglur núna, en bendi áhugasömum á MLA Handbook for Writers of Research Papers (er t.d. til á Þjóðarbókhlöðunni).

Þar sem að Hugi er ekki akademískt umhverfi, er eðlilegt að reglurnar séu aðeins lausari hér. Ef að ég t.d. sendi inn grein þar sem ég vitna í efni sem ég sá á netinu, get ég byrjað greinina á: “Þetta fann ég á blabla.is [slóð á síðuna með upplýsingunum]” eða enda hana á: “Heimildir: [slóð á síðuna með uppýsingunum]”.

Ritstuldur er þjófnaður! Tökum okkur nú saman í andlitinu og munum að vitna í heimildir!