Mig langar til að segja pínu frá bókinni bróðir Lúsífer eftir Friðrik Erlingsson, veit ekki hvurt hún varð mjög vinsæl eða svoleiðis þegar hún kom út. Allavega þá er ég nýbúin að lesa hana og fannst hún rosalega góð.
Hún er um Lúsífer sem er öðruvísi en aðrir og er sendur á “heimili” fyrir vandræðagemlinga. Þar kynnist hann lífinu á annan hátt en hann er vanur og lesandinn fylgist með honum þroskast og dafna. Mér fannst bókin góð vegna þess að hún fær mann doltið til að hugsa og stundum verður maður reiður en stundum glaður. Hún fær mann líka til að skilja hvernig við erum eiginlega öll eins inn við beinið. Þetta er svolítið eins og myndir sem maður horfir á bara til að pæla í og hugsa.
Sagan er alvarleg en ekki samt þannig að hún verði bara leiðinleg og maður skilji ekkert í henni.
Ég ætla ekki að hafa neinar frekari málalengingar um þessa bók, en hvet menn til að lesa hana, hún hafði góð áhrif á mig!