Decameron eftir Boccaccio (skrifað um 1350) er eitt af því frábærasta sem hægt er að lesa..;) hefur tvisvar komið út á ísl. fyrst um ‘45 (Dekameron) að vísu smá stytt, og svo ’99 (Tídægra)
Gerist 1348 þegar svarti dauði herjar á Flórens ..en eiginlega er þetta smásagnasafn, sögur sem hópur ungs fólks sem flúið hefur hörmungarnar segir hvort öðru. Flestar gamansögur, þóttu einusinni mjög dónalegar ..enda margar um presta og nunnur.
Samt er það ótrúlegasta er inngangur deamerons, lýsingarnar á plágunni, hvernig fólk hrundi niður, hvernig það brást við, og hvernig enginn (ekki heldur höfundur sjálfur) vissi hvað var eiginlega að SKE ..evrópubúar höfðu nefninlega verið lausir við plágur í nokkur hundruð ár.
Svo er ýmislegt annað frábært auðvitað til ..Hamskiptin eftir Kafka, Meistarinn og Margaríta e. Búlgakov, myndin af Dorian Grey e. Wilde, Ilmurinn e. Suzkind (hmm kannski ekki orðið klassík en verður það kannski :)), bókin sem verið er að tala um í korkinum hér að neðan Brave New World er löngu orðin klassík.