Ég er búin að lesa allar bækurnar mínar, og núna langar mig í eitthvað nýtt. Hver er besta bókin sem þið hafið nokkurntímann lesið? Bók sem fékk ykkur til að hlægja og gráta og þið munuð aldrei gleyma. Eða eitthvað þannig.
Ég er einmitt að lesa hana í íslensku, eigum að lesa bók sem hefur verið gerð mynd eftir og bera saman. Hef heyrt að myndinni hafi verið töluvert breytt. En ég get auðvitað ekki dæmt það fyrr en ég er búin að sjá hana.
Ég veit ekki hvernig ég gat gleymt þessu en ég las Aðþrengd í Odessu í sumar og mér fannst hún æðisleg! Kláraði hana á 2 dögum eða svo, bara gat ekki hætt að lesa! Hún er allavega ein besta bók sem ég hef lesið í einhvern tíma :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..