ég var að horfa á sjónvarpið fyrir nokkrum dögum þegar trailerinn úr the count of monte cristo kom. þá hugsaði ég með mér ,, ég verð eiginlega að lesa bókina áður en ég horfi á hollywood útgáfuna af sögunni!"
svo ég skellti mér á netið og fór að leita að henni á íslenskum bóksölum. en ég fann hana hvergi! og þar sem ég bý úti á landi get ég ekki skroppið í bæinn að leita að henni.
nú vill ég spyrja hvort einhver viti um einhverjar aðrar íslenskar bóksölur á netinu en bóksölu stúdenta og mál og menningu.
og einnig hvort einhver viti hvaða útgáfu fyrirtæki gefur hana út????



P.s. ég skoðaði amazon.com , og komst að því að það borgar sig ekki að panta hana þaðan því hún kostar ekki nema 300kall. og sendingargjaldið yrði eitthvað um 2000.