Hahahah, jááá einmitt!
Okay í fyrsta lagi, ég var ekki að hrauna yfir eitt né neitt. Ég tilkynnti þér að þó ég hafi ekki lesið bækurnar veit ég um margt um hvað þetta snýst, sérstaklega önnur bókin, og þessi korkur er að mínu mati ekki spoiler.
Annars hefurðu rosalega rétt fyrir þér, fyrst ég kann ekki að meta það sem ákveðinn aðdáendahópur stelpna frá svona 14-20 ára aldri fílar þá hlýt ég að vera með skerta greindarvísitölu, getur bara ekki annað verið, kannski er ég kengþroskaheft jafnvel. Ætli ég verði bara ekki að viðurkenna að þú sért mér æðri, ó þú sem kannt réttilega að meta væmnar ástarsögur blóðsugna og mannfólks.
Og fyi, hraunaðu yfir áhugamál mín að vild, mér gæti ekki verið meira sama um þitt álit. Rétt eins og þér ætti að vera sama um mitt.