Til að bjarga áhugamáli frá dauða held ég að best að nota það ;)
Við komum alltaf hingað með reglulegu millibili og kvörtum yfir því hvað þetta áhugamál er óskaplega dautt, annars er það athyglisvert að það eru einmitt þeir póstar vekja helst umræðu hér ;), en svo er einsog við ( ég t.d.) nennum ekkert meira að gera.
Þannig að ég held að líf þassa áhugamáls sé ekki undir fjölda korka komið heldur þáttöku okkar.
En greinar hér þurfa notta ekkert endilega að vera umfjallanir um e-a vissa bók? Það er hægt að tala td almennt um sakamálasögur, ástarsögur, vísindaskáldkap, fræðibækur, höfunda, höfundaeinkenni, ..persónusköpun, söguþráð, ..bíómyndir/sjónvarp vs bækur, …eða bara spurja til hvers í óskupunum maður er að eyða tíma í lestur, er e-ð vit í því?
ég hef nú ekki tekið eftir skítkasti á þessu áhugamáli, en skítkast er nú bara e-ð sem dæmir sig sjálft og maður ætti ekki að hafa miklar áhyggjur af :)
Já, það heyrist stundum að þetta sé svo dautt áhugamál. Og það má til sanns vegar færa að mestu umræðurnar á korkunum eru um það hve dautt áhugamálið er.
En takið samt eftir því að áhugamálið er í raun “aktíft” miðað mörg áhugamál hér á Huga.is. Hér koma greinar inn nokkuð reglulega (18 kannanir það sem af er ári, þ.e. 2.8 greinar á viku), ný könnun reglulega (yfirleitt þriggja daga fresti), á þessu ári hefur verið ný “bók mánaðarins” í hverjum mánuði… :)
Berið þetta saman við t.d. áhugamálið Fjármál þar sem núverandi könnun var send inn 1. desember í fyrra og þrjár greinar hafa verið samþykktar á árinu.
Annars er ég því hjartanlega sammála að þótt langflestar greinar sem sendar eru hingað inn séu umfjöllun um einhverja tiltekna bók sé það alls ekki nauðsynlegt að greinarnar snúist bara um það. Þær gætu alveg snúist um tiltekið bókmenntaform, stefnu eða tímabil, um tiltekinn höfund (nokkrar slíkar greinar hafa þó sést hérna) og höfundaeinkenni. Og ennfremur að þótt yfirleitt sé öll umfjöllun hérna um skáldsögur eða einhvers konar fagurbókmenntir (eða höfunda þeirra), sé ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hér sé rætt um t.d. fræðibækur. Ef einhver nennir að taka fyrir einhverja fræðibók og gera henni almennileg skil, þá er það hið besta mál og engin ástæða til að hafna greininni. Ég myndi þess vegna samþykkja góða grein um sögu prentlistar! :)
Ég verð ekki heldur var við neitt skítkast hérna. En ótti við skítkast er engin ástæða til að skrifa ekki á þessu áhugamáli. Ef þið hin verðið vör við eitthvert skítkast látið þið bara stjórnendur vita og ef ástæða er til verður því bara eytt út :)<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Það væri gaman að sjá fjölbreyttari greinar hér, þ.e. öðruvísi efnistök.
Ég held samt að ég reyni bara að standa við það sem ég ákvað að gera og skrifa helst um allar skáldsögur sem ég les hér þegar þeim er lokið. Það er mitt framlag til að halda verðugu áhugamáli gangandi :)
Hinsvegar er rétt að taka fram að áhugamálinu hefur farið mikið fram eftir að hér komu admins og Bók mánaðarins er snilldar viðbót.<br><br>“Power is nothing without control”
0