Já, ég kláraði þriðju bókina í seinustu viku þar sem ég fékk hana í afmælisgjöf frá bræðrum mínum ^^

Vil bara segja við þá sem ætla að bíða eftir íslensku útgáfunni að þýðingin er hræðileg! Meira að segja ég hefði getað gert sumt betra og ég er ekki beint sú besta í þýðingu.
Í einni málsgreininni kom fyrst Friðrekur (Stóri kallinn í vörðunum með risa sverðið) og síðan Frederic og síðan aftur Friðrekur!

Svo held ég líka að ég hafi rekist á fleiri en tvær útgáfur af sama orðinu á forntungunni, þó ég muni ekki alveg hvaða orð það var…=.=


En sagan í heildina var fín samt sem áður, og það koma hlutir fram sem maður átti alls ekki von á, og það sést að Paolini er að verða betri og betri ^^