Ég var að skrifa þessa bókarumsögn og vantar einhvern til að prófarkalesa hana. Var að hugsa hvort þið væruð til í að lesa hana og commenta. Hér kemur hún.

Hann lagðist upp í rúmið sitt með bókina í hendinni. Þessi fallega rauða og hvíta bók, eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, sem samt innihélt morð. Já, eins og svo oft áður, árið 2007, hafði JPV útgáfan gefið út krimma. Það yrði ekki erfitt að lesa þessar 332 blaðsíður. Hann þyrfti að lesa svona 2 kafla á dag og bókin væri búin fyrir mánaðarmót.
Næstu kvöld lá Jósafat í svona klukkutíma og las um morð. Um það hvernig morðinginn skaut glannaskoti í ljósstaur sem varð til þess að keyrt var útaf. Hvernig annað morð varð á austurlenska hálendinu á hreindýraveiði. Og svo var það þriðja morðið. Það var ruddalegast. Hvernig handrukkararnir skáru fingurna af hljóðfæraleikaranum. Svo þurfti Leó greyið að upplýsa þau öll. Ferðir fram og til baka. Reykjavík –Akureyri, Akureyri – Reykjavík og þaðan til Egilsstaða. Já og arfurinn hans Hrúts sem endaði svo í framhjáhaldi með lögfræðingnum. „Tssss“ hugsaði Jósafat, „Hvílíkur ræfill“. En svona gekk sagan. Morð, ástarflækja, skilnaður og annað morð…
Það var flott hvernig höfundurinn fór að því að gera morðin raunhæf. Jósafat hafði lesið svo margar bækur þar sem morðinginn skyldi líkið bara eftir þar sem hann drap það. Nei, það far ekki sniðugt. Ef maður myrðir annan þarf maður að klára allt. Búta jafnvel líkið niður og skilja það eftir fyrir grjótmalarann fyrir norðan. Svo fannst honum líka flott hvernig hún var í raun að endursegja Njálu í laumi.
Honum fannst Hrútur, sem var bakari, vera alger aumingi. Hann hélt framhjá og átti allt í allt í fjórum ástarsamböndum í bókinni. Vegna þess hvað hann var með stórt typpi? Fyrir nú utan aðild sína í morðinu með henni Höllu sem var myndaleg ljósmyndafyrirsæta í ruglinu. Verst fannst honum samt hvernig hún var þungamiðja allra morðanna og dró í raun Gunnar, kærastann sinn, niður í skuldir undirheimanna. Sem varð til þess að þessi fágaði og góði sinfóníusellóleikari bæði missti fingurna og lífið. Leó aftur á móti. Hann var maður að hans skapi. Eilítið þykkur og í rannsóknarlöggunni. Það var hann sem upplýsti öll málin. Svo var hann með svo hlýrri og skarpri konu, allavega í seinni hlutum bókarinnar, henni Ásu. Hún var skörp og athugul, en það var einmitt konan sem Leó vantaði enda kom hann oftar en ekki með vinnuna heim þar sem hún hjálpaði honum. Reyndar hafði Ása, áður en hún fann annað líkið, verið með Hrúti. Það er að segja áður en hann hélt framhjá henni alveg eins og Unni. Svo var það hann Ragnar. Úff, það var nánast óhugnanlegt hversu langt inná fínu hliðinni hann var. Hann var vel vaxinn, engan veginn í ruglinu og yfir sig skipulagður svo eitthvað sé nefnt. Einnig komu til sögu Öddi, sem var vinur Unnar og fundinn af Ásu sem lík númer tvö, og Páll, hann var ógeðslegur dópsali og viðhaldið hennar Höllu. „Já og Pétur og Hjalti“ hugsaði Jósafat. Þeir voru einkar ógeðfelldir. Þeir voru handrukkarar Páls, annar hár og slánalegur en hinn heldur lágvaxinn og sterkur. Það voru t.d. þeir sem drápu Gunnar.
Ahhh hann hafði gleymt hvenær sagan gerðist. Hann blaðaði aftur í bókinni og jú þarna var það, hún gerðist í nútímanum. Nú man hann þetta allt. Hún byrjaði einhvern tíman í febrúar árið 2007 og leið látlaust alveg fram yfir áramót.
Þá var bókin búin. Hann lagði hana frá sér og starði upp í loftið hugsandi. Hringiður í hausnum á Jósafat fóru að myndast og hann gat ekki sofnað. Aðeins tvennt að gera. Telja kindur eða hugsa um bókina. Seinni valkosturinn var auðvitað valinn og hann byrjaði á vandamálunum í bókinni: Að fela líkin. Skotið og útafkeyrslan var auðveld: Þetta leit jú út alveg eins og slys. En glannaskotið á hreindýraveiðunum var erfiðara. Það virðist hafa verið handhægast að búta það niður henda fyrir malarkvörnina. Öllu nema hausnum hann var grafinn Nálægt skotstaðnum, sem honum fannst einkennilegt þar sem lítill bálköstur hefði gert höfuðið nánast óþekkjanlegt. Morðið á Gunnari aftur á móti var kaldrifjað og gjörningsmennirnir heimskir. Líkið fannst fljótt og síðan ekki söguna meir. Þeir hefðu líklegast ekki getað gert þetta neitt öðruvísi ræflarnir. Jæja nóg um líkin nú að spennunni. Hún mögnuð upp á einkennilegan hátt. Fyrst var sagt að það væri grunað að slysið væri ekki slys heldur morð, síðan var farið til Svíþjóðar með Hrúti og skrifað um allskonar framhjáhöld og sambönd. Þá var loksins komið aftur að morðunum. I heildina virkaði þetta allt og fannst Jósafat einkennilegt að enginn hefði í raun gert nokkuð þessu líkt í heimi raunveruleikans.


Endilega látiði mig vita ef þið sjáið prent villur, stafsetningarvillur, málfarsvillur eða jafnvel staðreyndavillur.

Vissi ekki hvar égg átti að setja þetta svo ég gerði það hér.

Takk