hehe… þær eru nú ekki bara tvær, þær eru þrjár og ég hef lesið þær allar. Eitt get ég sagt, hann Mikki er ekki fyrir alla, en suma. Hann beitir mjög áhugaverðum og skemmtilegum stíl í bókum sínum, að mínu mati, og finnst mér að sem flestir ættu að geta metið a.m.k. það. Ég hef fyrir mitt leyti mjög gaman af frásagnargleði hans og þegar hann hættir að reyna að vera eins ógeðslegur og hann getur, þá virðist hann stundum efni í alvöru rithöfund… nóg um það.
Bækurnar er eftir hann:
fyrsta bókin var Falskur Fugl, hann náði með henni athygli margra, helst vegna margra mjög svo ógeðfelldra atburða í sögunni… samt frábær bók, svona 7 af 10
Svo kom Saga af stúlku, áhugaverð en ekki eins bitastæð og alls ekki jafn minnistæð, samt ágæt, ca. 5.5 - 6 af 10
Svo kom Heimsins heimskasti pabbi, mér finnst hún persónulega best á vissan hátt, samt erfitt að ákveða hvort hún sé betri en frumburðurinn, segjum 7 - 7.5 af 10
(ekki vera hrædd(ur) við að lesa þær þótt ég gefi þeim ekki nema sjö eða svo af tíu, ég bara gef yfirleitt ekki mjög hátt fyrir eitt né neitt:)
vonandi hjálpar þetta eitthvað:)<br><br><hr>
<center><p><a href="
http://www.simnet.is/unnst“>Ha?</a></p><center>
<div align=”left"><p>Sorry if I don't like to write the
way you like
to read.</p></div