Nýlega var ég að spekúlera að mig bráðvantar að lesa Múmínálfana aftur. Ég á bara Pípuhatt galdrakarlsins svo ég gáði á gegnir.is en þá fann ég bara fjórar bækur sem hafa verið þýddar…

Á wikipedia fann ég hinsvegar fleiri titla sem hún Tove hefur skilað frá sér:


* Småtrollen och den stora översvämningen - 1945
* Kometjakten / Kometen kommer (Halastjarnan) - 1946
* Trollkarlens hatt (Pípuhattur galdrakarlsins) - 1948
* Muminpappans bravader / Muminpappans memoarer - 1950
* Farlig midsommar (Örlaganóttin) - 1954
* Trollvinter (Vetrarævintýri í Múmíndal) - 1957
* Det osynliga barnet (Ósýnilega barnið og aðrar sögur) - 1969
* Pappan och havet (Eyjan hans Múmínpabba) - 1965
* Sent i November - 1970


Sumar sem hafa ekki verið þýddar á íslensku hafa meira að segja verið þýddar á ensku! Mér þykir það pínu súrt.

Helst langar mig nú eiginlega bara að eiga þessar bækur. Ekki vill svo til að nokkur hér viti hvort þær séu yfir höfuð fáanlegar nokkurstaðar? (svona áður en ég legg upp í langferð að leita).

Þakkir fyrir hverskonar andsvör!