Var að spá hvort að einhver hér væri búin/n að lesa Troy þríleikinn eftir David Gemmel,þær eru þrjár: Lord of the Silver Bow, Shield of Thunder og Fall of Kings
Sjálfur er ég ekki nema hálfnaður með aðra bókina svo að helst enga spoilera úr því sem að ég á eftir með:)
Annars mæli ég með þessum bókum fyrir alla sem hafa gaman af því að lesa um þetta “Era” eða tímabil í sögunni en sögusviðið í fyrri og þangað sem að ég er kominn í annarri gerist fyrir bíómyndina Troy.
Bækurnar fylgja mismunandi persónum í gegnum söguþráðinn, og er hoppað á milli þeirra og atburða, og er því gaman hvernig maður fær að skilja hverja og eina persónu fyrir sig.
Ég ætla að vitna í Library Journal um Shield of Thunder:… filled with blood feuds, fierce battle scenes, remarkable courage, and devastating betrayal. It will keep the reader enthralled long after bedtime.
Amroth Palantír Elensar