Kossar og ólífur eftir Jónínu Leósdóttur sem er bara fín bók, mjög fljótlesin.
Seiðkonan eftir Celiu Rees. Framhald af Galdrastelpunni sem kom út í hittifyrra held ég. Þessar bækur eru allt í lagi, svolítið langdregnar á köflum, finnst mér.
Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Kannski frekar fyrir aðeins yngri (svona 10-14 ára)en samt mjög fín lesning. Notaleg bók, einhvern veginn.
Er núna að lesa Harry Potter og dauðadjásnin eftir J.K. Rowling á íslensku, búin að lesa hana á ensku. Snilldarbók, góður endir á frábærum bókaflokki.
Ætli ég lesi ekki næst Rúnatákn eftir Joanne Harris eða Gátt hrafnis eftir Anthony Horowitz.