Myndasögubækur og furðulegar bækur.
Á erfitt með að einbeita mér þannig að ég verð að finna mér eitthvað sem ég get sokkið mér í.
Oftast er það myndasögur því það er ekki svo mikill texti alltaf í þeim og það er auðveldara að segja “ég klára þessa blaðsíðu, svo fer ég að sofa” því setningarnar eru alltaf búnar þegar maður er kominn niður blaðsíðuna.
Og það sem ég meina með furðulegar bækur er ég ekki viss, en þær tvær “alvöru” bækur sem ég hef lesið síðustu svona fimm eða sex árin eru Da Vinci Lykillinn og Yosoy. Og Yosoy er besta bók sem ég hef lesið.