Algjör snilld!!!
Ég rakst á bók,fyrir tilviljun, fyrr í haust sem kom út fyrir síðustu jól og heitir Óþolandi bókin. Ef þið hafið ekki lesið hana ennþá þá mæli ég sterklega með henni fyrir þessi jól. Ég hreinlega emjaði af hlárti!:O) þetta er sem sé svona lítil bók sem inniheldur lista yfir allt sem er óþolandi, eins og t.d. þegar að tyggjó festist neðan í skónum manns eða þegar að kókið er orðið flatt eða þegar maður er á klóinu og er nýbyrjaður að kúka og fattar þá að klósettpappírinn er búin!:O)= þetta er bara pínulítið brot af því sem þessar tvær stelpur sem skrifuðu bókina hafa látið sér detta í hug og þær fá feitt prik hjá mér fyrir þetta framtak;) vildi bara að ég hefði uppgötvað hana fyrr en ég var bara ekki nógu dugleg við að stunda bókasafnið fyrri hlutan á árinu:( tjékkið á henni ef þið eruð ekki búin að því:O)