Ég man eiginlega ekki hvað ég kláraði síðast, var á tímabili með 2 bækur og 1 hljóðbók (ég veit, kjánalegt að hlusta á bækur, þetta var bara fyrir vinnuna) í einu svo ég rugla þessu öllu saman … Má ég ekki bara segja þær allar?
Ég var að lesa Flugdrekahlauparann, sem er ótrúlega flott bók. Mjög skemmtilegt að lesa frásögn af lífi í allt annarri menningu. Sagan gerist að mestum hluta í Afganistan, bæði áður og eftir að Talíbanar náðu yfirráðum þar. Eiginlega er bakgrunnur sögunnar þær breytingar sem urðu á þeim tíma. Sagan fjallar um vináttu yfirstéttastráks og vinnumannssonar.
Reyndar finnst mér sagan frekar langdregin og ég varð pínulítið fyrir vonbrigðum með endinn, en þetta er samt sem áður góð bók.
Ég las líka Hobbitann á ensku. Ég las hana á íslensku fyrir mörgum árum og mundi lítið eftir söguþræðinum (nema bara í grófum dráttum) svo ég ákvað að lesa hana aftur. Ég þarf varla að segja mikið um hana, flestir vita um hvað þetta allt snýst.
Svo tók ég eina af fáum hljóðbókum sem ég fann á bókasafninu sem eru á geisladiskum (en ekki spólum) svo ég gæti sett hana inn í tölvuna og hlustað á iPodinum í vinnunni. Ég tók Kleifarvatn (það var ekki mikið úrval) því það er skemmtileg sakamálasaga, eins og aðrar bækur eftir Arnald Indriðason. Það finnst mörgum bækurnar hans ódýrar klisjur, en mér finnst þær skemmtilegar, sama þótt þær séu ódýrar klisjur. Reyndar er þessi bók lesin illa upp, en ég leiði það bara hjá mér.
Svo er ég eitthvað byrjuð á bókinni Sagan af Pí, sem lofar góðu.
Bætt við 8. ágúst 2007 - 11:24
Æ, ég gleymdi að gefa einkunn … Get eiginlega ekki gefið bókum einkunn, þær eru misgóðar á sinn hátt og enganveginn hægt að útskýra það með tölum …
Og fyrirgefið hvað þetta varð langt svar. Mér leiddist :P