Ég var að rölta um Eymundson í Smáralind áðan og rakst á, mér til undrunar, MJÖG ódýrar klassískar bókmenntir. Þar sem ég hef lítið verið að lesa undanfarið og hryllir við bókaverði þá greip ég tvær bækur og borgaði 550 krónur fyrir. Ekki slæmt fyrir Hamlet Shakespears og Heart of Darkness eftir Joseph Conrad.

Og, já. Ef ég er duglegur skal ég skrifa grein um þær ;)

Aðrar bækur á les listanum mínum einmitt núna eru Diamond Age (Stephenson) og One to Count Cadence (Crumley). Ég vonast til að skrifa greinar um þær líka. Látum nú þetta áhugamál ekki deyja ;)<br><br>I'm not even supposed to be here today
- Dante from Clerks