Harry Potter bækurnar eru án efa bestu bækur sem ég hef lesið á minni ævi. Þær eru um strák sem heitir Harry Potter og í fyrstu bókinni byrjar hún svo að Harry hefur ekki hugmynd að hann er galdramaður, hann vissi bara að foreldrar hans dóu þegar hann var ungur og hann þurfti að búa með frændfólki sínu sem var algjör martröð.
En á afmælisdegi hans Harrys kemur hálfrisi sem heitir Hagrid og segir honum að hann sé galdramaður og allt heila klabbið. Harry fer svo í Hogwardskóla, skóla galdramanna, og þar kynnist hann Hermione og Ron og þau verða vinir. Ég mæli einblínt með þessari bók hún er bara snilld.