Er fólk eitthvað að skrifa sjálft hérna?
Ef svo er, þá ættuð þið endilega að kíkja á Rithringinn. Þar er hægt að setja inn sögur og fá umsagnir um þær frá öðrum meðlimum :) Gott að bæta skrifin sín!
kvwww.rithringur.is
Hvað gerist ef einhver stelur sögunni minni?
Höfundaréttur er varinn með lögum og er þetta er í samræmi við ákvæði Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listum sem er alþjóðasáttmáli sem Ísland er aðili að.
Lögin eru skýr og einföld og enda þótt ritstuldur sé ekki óþekkt fyrirbæri hér á landi er hann fátíður og hefur ávallt endað raunverulegum höfundi í vil.
Ef upp koma tilvik þar sem höfundaréttur hefur verið brotinn bendum við á Fjölís sem er hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita.
Þegar notandi les sögu er atburðurinn skráður og því er einfalt að komast að því hvort einstaklingur sem er ásakaður um ritstuld hefur haft aðgang að sögunni. Þar sem notendur eru skráðir undir fullu nafni og fæðingardegi er mjög erfitt að lesa sögur á Rithringnum undir fölsku nafni.