Hvaða hægri stefnu?
Ég mæli helst með að þú grípir í Leiðina til ánauðar eftir F.A. Hayek sem er rit um “frjálshyggju”. Gallinn er sá að þýðingin á henni er slæm. Áhugavert rit engu að síður. Hayek er Nóbelsverðl. hafi í hagfræði.
The Wealth of Nations e. Adam Smith telja margir vera kennibók markaðshyggjumanna. Hún er skrifuð 1776 (ef ég man rétt) og fjallar aðallega um markaðshagkerfi. (Ég hef ekki lesið þessa samt)
Capitalism the Unknown Ideal e. Ayn Rand er prýðileg. Ayn Rand er harður kapítalisti og sjálfmenntaður heimspekingur og í bókinni eru einnig tvær prýðisgreinar e. Alan Greenspan núv. seðlabankastjóra BNA.
Ég gæti nefnt Free to Choose e. Milton Freedman (annar nóbelsverðl. hafi) líka, ágætis bók en frekar þunglæs ef ég man rétt.
Það eru margar bækur um “hægri” stefnur en það er engin ein “hægri stefna”.<br><br>I'm not even supposed to be here today
- Dante from Clerks