Efni frá Wikipedia er ekki bundið höfundarrétti (en ákveðnum skilyrðum þó). Það skiptir bara ekki máli. Það sem skiptir máli er að Hugi.is ákveður hvað má setja á Huga.is og reglur Wikipediu breyta engu um það. Og Hugi.is ákvað fyrir mörgum árum að hafna öllu copy/paste efni; greinar sem eru teknar af Wikipediu eru auðvitað copy/paste greinar – þótt Wikipedia leyfi fyrir sitt leyti að þær séu copy'aðar og paste'aðar annars staðar – og þess vegna eru þær ekki leyfðar á Huga.is. Þegar grein er send inn á Huga þarf líka að staðfesta, eins og fram er komið, að textinn sem maður sendir inn sé manns eigið verk og þótt reglur Wikipediu leyfi að fólk endurbirti efni þaðan, þá gerir það ekki greinarnar að verki þeirra sem afrita þær. Þar af leiðandi ætti öllum notendum að vera ljóst að þeir hafa ekki leyfi til að senda inn greinaraf Wikipediu.
___________________________________