Hvaða bækur, af þeim sem þið hafið lesið, höfðu mest áhrif á ykkur?
Semsagt, hefur þú lesið einhverja bók sem kom þér bara til að pæla í einhverju sem breytti lífi þínu eða viðhorfi þínu til lífsins?
Fyrir sjálfan mig verð ég að segja “Brave new world” eftir Aldous Huxley, “Alkemistinn” eftir Paulo Cohello og “Sólskinshestur” eftir einhverja íslenska konu sem ég man ekki hvað heitir.
Auðvitað túlkar maður það sem maður les útfrá sínum fyrri reynslum og lífi, þannig að það þarf alls ekki að vera að þessar bækur hafi jafn mikil áhrif á ykkur og þær höfðu á mig, en ég mæli samt með því að þið lesið þær.
Hvað með ykkur? :-)