Jújú, óumflýjanleg spurning.. hvaða bækur fékk fólk svo í jólagjöf? :o
Svo ég gangi nú á undan með góðu fordæmi:
Þar sem nýverið var gerð og sýnd kvikmynd eftir bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason er að sjálfsögðu búið að gefa bókina út aftur og það klikkaði ekki að maður fékk nýju útgáfuna með mynd af Ingvari og fleiri leikurum úr myndinni.
Aðrar bækur sem ég fékk voru einhverjar sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en mér líst svo sem ágætlega á þær og er byrjaður á einni.
Þær eru:
- Túristi e. Stefán Mána nokkurn, það er mynd af tveim nöktum kvenmönnum framan á bókinni þannig að hún fær hiklaust plús frá mér.
- Ógæfusama konam (Ferðalag) e. Richard Brautigan, þessari er ég byrjaður á og líst vel á það sem komið er.
- Omerta e. Mario Puzo, sem er víst sá sem skrifaði hina víðfrægu sögu Guðfaðirinn..
En já, gjöriði svo vel :o