fjórir hlutir sem vantaði og hefði ekki verið svo ægilega mikið mál að gera ( kannski soldið, en hefur oft verið gert áður)
1. Elva - barnið sem hann blessaði, á eftir að leika stórt hlutverk í seinni bókum. hefði verið ekkert mál að láta gamla konu labba upp að þeim og biðja um blessun, og teikna svo eitthvað skært mark á ennið á barninu í tölvu!!
2. úrgalarnir voru hræðilega asnalegir, eiginlega bara eins og einhverjir villimenn sem höfðu greynilega gleymt að tannbursta sig og kunna ekki að tala. ég bjóst nú ekki við neinum sauðsfætum, en hornin hefðu ekki mátt missa sig, og það að breyta andlitinu ekkert var bara hlægilegt
3. Dvergarnir, sá varla neinn mun á Orik ( ef þetta var Orik ) og svona meðalvöxnum feitum manni!! sem dæmi um vel gerða dverga mætti til dæmis kíkja á Hringadróttinssögu, það hefði nú ekki verið mikið mál að nýta sér þá tækni.
4. Farthen Dur - heimili dvergana. bara Tronjheim ( trónheimur ) átti að vera míluhár, og Farthen Dur svo hár að það leið yfir Eragon við að reyna að ná toppnum og svo stór að það þurfti góða sjón til þess að sjá alla útgangana. í staðin fáum við minnkaða útgáfu af Heklu. og auk þess segir að the Varden hafi byggt Trónheim sem virki, stór mistök, hefði ekki verið erfitt að láta einhvern segja frá því að dvergarnir hefðu byggt staðinn. Tæknin til að gera svona staði miklu stærri í tölvu er þegar til staðar, hefur verið notað svo oft í svo mörgum myndum.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.