Kate er greind með illkynja hvítblæði þegar hún er lítið barn og foreldrar hennar eignast annað barn, sem segja má að sé hannað eftir þörfum Kate. Anna esla síðan upp við það að þurfa stöðugt að hlaupa á spítalann þegar að Kate veikist. Þegar foreldrar hennar ætlast til að hún gefi annað nýrað sitt, leitar hún til lögmanns og lögsækir forldra sína um forræði yfir sínum eigin líkama…
Ég las þessa bók í sumar og ég elskaði hana. Allar persónur í henni eru frábærlega vel skapaðar og þrátt fyrir heilan helling af læknatali skilur maður alltaf það sem fram fer, framvinda sögunnar er líka áhugaverð og kemur oft á óvart. Ég mæli mjög með þessari bók.
Bætt við 15. desember 2006 - 11:20
"*Anna elst síðan upp" á það víst að vera…
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche