Persónulega þá kemst ég ekki í að lesa mér til skemmtunar nema seint á kvöldin/nóttunni, og er ekkert alltof sæll með það.
Er að lesa mikið af dóti fyrir skólann, bækur sem ég myndi aldrei láta mér detta í hug að lesa annars, og það upptekur mikið af lestrartímanum mínum.
Ég væri til í að búa þannig um hnútana að amk. tveir klukkutímar á dag gætu farið í skemmtilestur. (bókmenntir & tímarit)
Hvernig er það annars, hafið þið mikinn tíma fyrir (skemmti)lestur?