Mér finnst Mýrin best. Kannski af því það var fyrsta bókin hans sem ég las og ég eiginlega uppgötvaði hann þannig … Svo finnst mér Grafarþögn mjög góð (minnir mig, ég er eiginlega farin að rugla þessu öllu saman)
Bætt við 27. október 2006 - 08:24
Mér finnst þær allar góðar. Sama þótt þær séu pínu klisjukenndar … Hefur maður ekki lesið endalaust af klisjum eða horft á milljón klisjukenndar bíómyndir? Mér finnst Arnaldur allavega ná að halda manni uppteknum af bókinni.