Allir sem eru komnir í efstu bekki grunnskóla eða framhaldsskóla kannast við að þurfa að lesa Íslendingasögurnar. Alveg hræðilega leiðinlegt efni … eða hvað?

Mér finnst ekki gaman að lesa eitthvað endalaust um ættfræði einhverra kalla á víkingaöld og allt þetta með sæmd, hefndir og flókin ættartengsl fara illa í mig.

En ef maður lítur á þetta réttum augum eru þetta ágætis sögur. Fjalla allar um einhverja kalla sem drepa hvorn annan - “… og varð það hans bani” er mjög algengur endi á setningum í þessum bókum :P Svo getur verið allskonar húmor í þessu.

Konurnar eru líka nokkuð skemmtilegar stundum. T.d. hún Hallgerður langbrók í Njálu, sem er örugglega morðóðasta kona Íslandssögunnar. (lét drepa 3 eiginmenn sína, slatta af húskörlum og hrósaði svo manni sínum fyrir hvert víg)

Eitt af því skemmtilegasta í þessu er hvað hetjuskapurinn er ýktur. Ég man alltaf eftir því í endanum á Gísla sögu Súrssonar þegar Gísli var einn að berjast við fullt af köllum. Einhver stakk hann á magann svo innyflin flæddu út. En Gísli lét það ekki stoppa sig heldur tróð þeim inn aftur og batt fyrir með beltinu sínu.

Gísla saga endar svo á því að það er búið að drepa allar aðalpersónurnar. Fólk hefndi sona sinna, bræðra, vina, frænda og bara allra, þangað til enginn var eftir nema einhverjar örfáar sálur sem týndust einhversstaðar (einn í grænlandi og hinn einhversstaðar í Sustur-Evrópu ef ég man rétt). Er þetta ekki bara sápuópera forfeðra okkar?

Svo eru auðvitað Snorra-Edda, Eddukvæði, Völuspá, Þrymskviða og allt það bull, allt annað. Það eru goðsagnir þar sem allt getur gerst. T.d. þegar Loki breytti sér í meri og eignaðist Sleipni og þegar Þór þóttist vera kona til að ná hamrinum aftur. Það er eitthvað sem er hægt að hlæja að!


Hafið þið þurft að lesa einhverjar Íslendingasögur? Hvernig fannst ykkur?

Ég er búin að lesa Gísla sögu Súrssonar, Hrafnkels sögu Freysgoða, Laxdælu, Snorra-Eddu, Völuspá, Þrymskviðu og er að lesa Njálu núna, og mér finnst þetta ekki eins slæmt og fyrst.