Ég er ekkert sérlega vel að mér í þessum málum en ég ætla nú samt að reyna, því það er enginn annar að svara þessu :)
Eftir því sem ég best veit, þá er impressionismi ákveðin stefna í listum sem á sín upptök og blómaskeið milli 1880 og 1920. Hér er um að ræða áherslu á ákveðna hugsýn eða heildarmynd sem ákveðið verk á að kalla fram, tilfinningu má sennilega kalla það. Í stað þess að leggja áherslu á form, er leitast við að framkalla tilfinningu listamannsins eða sjónarhorn (artists impression). Höfuðáherslan er á að fanga einhverskonar augnablik eða senu, frekar en myndræna nákvæmni.
Impressionismi finnst nær einungis í myndlist og tónlist. Nokkrir þekktir málarar þessarrar stefnu eru t.d. Monet, Seurat og Cezanne. Tónskáldin sem teljast viðriðin stefnuna eru raunar aðeins tvö: Claude Debussy og Maurice Ravel.
Í tónlist færðist tengingin frá bókmennalegu/huglægu, yfir í myndræna. Þessi tónlist er myndræn og oft lítið um sterkar laglínur eða form. Í stað þess að túlka sögu eða atburð, er snúið að senu eða augnabliki, ákveðinni tilfinningu eða andblæ. Reyndar var Ravel meiri túristi að þessu leyti en Debussy. Mér finnst þetta reyndar ekki alveg rétt, þannig séð. Mér finnst nú tónskáld áður hafa fjallað um senur eða myndir, í sögunni. En ég ætla nú ekki að fara að rífa mig eitthvað hérna, þetta er allvega svona official útgáfan. Athygliverðast finnst mörgum að þessi impressioniska tónlist virðist hafa mikil áhrif á einmitt djassinn. En þetta er sennilega ekki heldur staður eða stund fyrir svoleiðis langlokur.
Að mér vitandi er lítið um beinan impressionisma í bókmenntum, en það er nú allt háð túlkunum. Þ.a. ég ætla ekki heldur að fara að pota neitt í það.
Allavegana, þetta er það litla sem ég þykist vita um málið. Ég er ekki endilega viss um að þetta sé allt rétt hjá mér, þ.a. í guðanna bænum leiðréttið mig ef ég er að fremja einhverjar höfuðsyndir vanþekkingarinnar :D Vona að þetta svari að einhverju leyti spurningu þinni.
Bestu kveðjur,
L.<br><br>“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)